Fótbolti

Hönd Guðs eða andskotans?

Það er nóg komið, af þessu hlutlæga mati, hvenær hönd fer í bolta eða bolti í hönd, fót eða maga, nú síðast undir lok fyrri hálfleiks í Frakkar - Svisslendingaleiknum, Henry setur hann í hendina á varnarmanni Svissara. Hvernig getur dómari leiksins, Ivanov Valentin ekki séð þetta

Eða sá hann þetta blessaður, sjáum til hvað dómarinn í 442 segir í kvöld, kannski var þetta glæsilegt kalt mat hjá dómaranum, afþví að þetta var hönd í bolta, eða hönd í fatla, en þetta huglæga mat á ekki heima í fótbolta, það er svo ljóst að varnarmaðurinn rænir Henry marktækifæri, á vorum tímum þegar tríóið á vellinum getur talað sín á milli með þráðlausum hljóðnemum til að meta rangstöðu, þá hlýtur að vera hægt að skoða vafaatriði á sjónvarpsskjá, eitthvað sem þjálfari Ástralíu Guss Hiddink heimtaði eftir leikinn í gær, þegar endursýning á sýndi augljóst brot á markverði Ástrala. Nei, þá þurfti aðstoðardómarinn að ýta honum frá, ,,hindra mig í að sjá það sem allir aðrir á vellinum máttu horfa á'' sagði Guus eftir leikinn.

Þetta er endalaus debat, og þarfur, ég er ósammála okkar góða dómara í 442 sem sagði að eitt þyrfti yfir alla að ganga í heiminum, ef það væru notaðar sjónvarpsupptökur í fótbolta, þyrftu líka að vera vélar á vellinum á Ólafsfirði, líktog á HM. Alls ekki, HM er HM, Heimsmeistaramót, og ef hægt er að gera hlutina á heimsmælikvarða, þá á að gera það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×