Fótbolti

Ekki ánægður með að hafa verið skipt útaf

Cristiano Ronaldo í leik Portúgal og Angóla á sunnudaginn.
Cristiano Ronaldo í leik Portúgal og Angóla á sunnudaginn. MYND/AFP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgals var ekki sáttur er hann var tekinn af velli í leiknum við Angóla á sunnudaginn en Portúgalar unnu þessa fyrrum nýlendu sína 1-0. Fyrirfram var búist við mun stærri sigri Portúgala. Ronaldo náði ekki að setja sitt mark á þennan leik og uppskar til að mynda gult spjald. Hann var síðan tekinn af velli þar sem mörgum fannst hann farinn að vera pirraður.

"Já ég veit að ég skoraði ekki. Ég átti tvö góð skot, annað sem markvörður þeirra varði mjög vel. Ég hafði bara ekki heppnina með mér. Samt vill enginn vera tekinn útaf og mér líkar það illa. En það er þjálfarinn sem ræður hvort sem manni líkar það betur eða verr. Aðalmálið er að við unnum," sagði Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×