Fótbolti

8-liða úrslitin byrja í dag

8-liða úrslit HM byrjar í dag og eru tveir leikir í dag og tveir á morgun.

Heimamenn Þjóðverjar taka á móti Argentínu í Berlín. Tvær af sigursælustu þjóðum heims og hafa þau lið sem margir spá að fari alla leið í þessari keppni. Leikur þeirra er klukkan 15.00.

Seinni leikur dagsins er leikur Ítala og Úkraínu. Ítalir komust áfram eftir að hafa skorað sigurmark sitt úr vítaspyrnu gegn Ástralíu í 16-liða í uppbótartíma. Úkraína sigraði Sviss eftir vítaspyrnukeppni. Leikur þeirra er í Hamborg og hefst hann klukkan 19.00.

Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×