Heildarfjöldi frjókorna í júlí var undir meðallagi í Reykjavík og á Akureyri en frjótími grasa stendur sem hæst um þessar mundir.
Nokkrar grastegundir eru enn í blóma eins og vallarfoxgras en frjókorn þess eru skæður ofnæmisvaldur. Uppspretta grasfrjóa er því enn til staðar.
