Stjórnvöld verða að horfast í augu við rekstrarvandann 5. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir Stjórnvöld hafa að undanförnu gripið til þess ráðs að draga úr opinberum framkvæmdum til þess að slá á þenslu í hagkerfinu. MYND/Stefán Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar. Innlent Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Ríflega fjórðungur fjárlagaliða fór fram úr heimildum á síðasta ári. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að agaleysi stjórnvalda hér á landi væri meira en í nágrannalöndum okkar og við því þyrfti Alþingi, ekki síður en stjórnvöld, að bregðast. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir rót vandans felast í launasamningum sem séu til þess fallnir að skapa rekstrarvanda sem sé ill leysanlegur. „Það verður að horfast í augu við það, að rekstrarvandi ríkisvaldsins er raunverulegur. Að mínu mati er rót vandans að finna í því hvernig ríki og sveitarfélög hafa staðið að launasamningum. Ég varaði við því, þegar stofnanasamningarnir voru teknir til notkunar, að þeir gætu valdið vandræðum sem á endanum bitnuðu á almenningi. Ég hef þá skoðun að það verði að ganga frá öllum lausum endum samninga, áður en farið er að ræða um launalið samninganna. Frá 1997 hefur ríkið farið þá leið að nota stofnanasamninga, sem ekki hafa reynst vel. Ríki og sveitarfélög verða að standa saman að gerð kjarasamninga, og aðeins þannig er hægt að ná tökum á rekstrinum.“ Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skýrslu ríkisendurskoðunar sýna að almenningur í landinu þurfi að súpa seyðið af óábyrgri efnahagsstjórn íslenskra stjórnvalda. „Þessi niðurstaða Ríkisendurskoðunar hefur verið árviss viðburður undanfarin ár. Það er skemmst frá því að segja að það virðist lítið vera gert vegna þeirra ábendinga sem koma frá Ríkisendurskoðanda. Ár eftir ár fer stór hluti fjárlagaliðanna fram úr áætlunum og auðvitað er það ábyrgðarlaust að reyna ekki að taka þessi mál traustari tökum. Þessi lausatök stjórnvalda hafa valdið gríðarlegri útgjaldaaukningu ríkissjóðs síðustu tíu árin, sem er verulegur hluti af þeim þensluvanda sem skilar sér í alltof hárri verðbólgu. Augljóst er að taka verður fastar á rekstrarvanda íslenska ríkisins.“ Samkvæmt fjárlögum ársins 2005, sem samþykkt voru af Alþingi, voru heildartekjur ríkissjóðs áætlaðar 306,4 milljarðar króna en gjöld 296,4 milljarðar króna. Fjáraukalög voru samþykkt á Alþingi í nóvember á síðasta ári en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir að tekjur A-hluta ríkissjóðs hækkuðu miðað við fjárlög, um 102 milljarða króna, en þar réð mestu söluhagnaður eigna upp á 59 milljarða. Auk þess var gert ráð fyrir því að gjöld ykjust um 21 milljarð, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu ríkisendurskoðunar.
Innlent Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira