Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum 2. nóvember 2006 18:26 Seðlabanki Íslands. MYND/Vísir Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira