Fótbolti

Torres ákveðinn í að slá Zidane út

Fernando Torres leikur listir sínar í leik Spánar og Túnis á HM 2006.
Fernando Torres leikur listir sínar í leik Spánar og Túnis á HM 2006. MYND/AP

Fernando Torres framherji spænska landsliðsins gerir fastlega ráð fyrir því að hafa betur í viðureigninni við Zinedine Zidane þegar frakkar mæta spánverjum í 16 liða úrslitum á HM í dag.

Zidane hefur haft betur gegn Torres undanfarin ár með Real Madrid í baráttunni við Atletico Madrid í spænsku deildinni en Torres ætlar nú að snúa taflinu við í lokaviðureign þeirra áður en að Zidane leggur skóna á hilluna í lok sumars.

Torres sagði að Zidane muni reyna að komast eins langt í keppninni og mögulegt er þar sem að þetta er seinasta keppnin hans en Torres ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að þetta verði seinasti leikur Zidane í heimsmeistarakeppni.

Torres og spænska liðið eru með mikið sjálfstraust þessa dagana telja sig eiga góða möguleika á móti frökkum sérstaklega eftir að hafa unnið alla leiki sína í mótinu til þessa með markatöluna 8 skoruð og 1 fengið á sig í þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×