Fótbolti

Færri mörk en fleiri spjöld

Sérfræðingar eru alltaf að velta sér upp úr tölfræðinni og nú hefur verið tekin saman tölfræðin á HM í Þýskalandi til þessa.

Það hafa færri mörk verið skoruð á þessu heimsmeistaramóti en oftast áður. Gulu og rauðu spjöldin hafa hins vegar farið oftar á loft en áður.

Í 54 leikjum til þessa hafa verið skoruð 125 mörk eða 2,32 að meðtali í leik.

Dómarar hafa 298 sinnum dregið upp gula spjaldið eða 5,6 sinnum að meðaltali í leik og 24 leikmenn hafa verið reknir af velli eftir að hafa fengið að sjá rauða spjaldið.

Met var sett í leik Portúgala og Hollendinga, þegar gula spjaldið fór 16 sinnum á loft og rauða spjaldið 4 sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×