Vill aukna samvinnu ASÍ og BSRB 25. október 2006 23:15 Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYND/Jón Hjörtur Hjartarsson Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka. Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, óskar eftir samvinnu ASÍ og BSRB við undirbúning næstu kjarasamninga. Þetta kom fram í ræðu Grétars á 41. þingi BSRB í dag. Grétar sagði að á hinum Norðurlöndunum væri að finna ákveðnar fyrirmyndir um samstarf samtaka launafólks á vinnumarkaði. Þar væri viðhöfð víðtæk samvinna um samningagerð og kröfur gagnvart opinberum aðilum, milli sambanda á almennum vinnumarkaði og á opinberum vinnumarkaði. Þetta samstarf - sem sé að nokkru leyti formbundið - gangi sums staðar undir heitinu Kartel. Nú væri tækifæri til að mynda slíkt samband milli BSRB og ASÍ, og það kunni einnig að eiga við um önnur samtök opinberra starfsmanna í aðdraganda næstu kjarasamninga. Í ræðu sinni sagði Grétar þetta sögulegt tækifæri sem ekki ætti að láta úr greipum ganga. Stóra málið í þessu sambandi sé að tala saman - án fyrirfram gefinnar niðurstöðu - og láta á það reyna hvort ekki séu forsendur fyrir þéttara samstarfi en sé í dag. Afar gott samstarf sé milli aðildarfélaga ASÍ og BSRB. Sums staðar séu félög með sameiginlegt skrifstofuhald og vinni mörg verkefni saman. Það hafi reynst báðum notadrjúgt. Menn hafi séð það að nálægðin sé mikil - stundum sömu vinnustaðir, sambærileg störf og svipuð kjör. Það sem sé sameiginlegt sé því miklu meira en það sem greinir sundur. Grétar sagði í ræðu sinni að sðstæður og þróun á vinnumarkaði kölluðu enn frekar á aukið samstarf. Hnattvæðingin gerir þannig til okkar kröfur um aukið samstarf. Þá eigi hann ekki einungis við samstarf hér heima fyrir, heldur einnig samstarf þvert á landamæri. Í hnattvæðingunni felist þó ýmsar hættur - en í henni séu einnig tækifæri. Ef samtök launamanna látum sig einungis varða hætturnar - þá renni tækifærin framhjá án þess að launamenn fái notið þeirra. En eigi að nýta tækifæri sem í hnattvæðingunni felist þurfi samtök launamanna að standa þéttar saman og stórauka samstarf sitt. Skilaboð forseta ASÍ séu því skýr á þingi BSRB. Miðstjórn ASÍ hafi ákveðið á sínum síðasta fundi að óska eftir viðræðum við BSRB um nánara samstarf í framtíðinni um ýmsa málaflokka.
Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira