Bjartsýni sögð aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja 17. október 2006 23:17 Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi. Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Svo virðist sem bjartsýni sé að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækja á Íslandi og væntingar um horfur í efnahagslífinu. Þetta kemur fram í frétt í nýju Vefriti fjármálaráðuneytisins þar sem fjallað er um niðurstöður nýrrar könnunar Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnunin er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, Seðlabanka Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Capacent Gallup. Hún var gerð á tímabilinu 5. til 27. septembber og var svarhlutfall tæp 65%. Alls tóku 258 fyrirtæki þátt í könnuninni en 399 fyrirtæki voru í úrtakinu. Stuðst er við heildarlaunagreiðslur þegar stærstu fyrirtækin eru valin. Í frétt fjármálaráðuneytisins segir að forráðamenn fyrirtækjanna telji aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar og að þær hafi batnað á undanförnum mánuðum. Vísitala efnahagslífsins, þ.e. hlutfall þeirra sem telja aðstæður góðar, sé nú um 173 stig. Í könnun í maí 2006 var vísitalan 162 stig, sem var nokkur lækkun frá í febrúar 2006 þegar hún var 175 stig. Fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins að neikvæð áhrif svokallaðs óróa á fjármálamarkaði á væntingar fyrirtækja virðast að mestu afstaðin. Forsvarsmenn fyrirtækja á landsbyggðinni telji aðstæður þar hafa batnað en mat á stöðu fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafi versnað lítillega þótt enn sé ástandið talið betra þar en á landsbyggðinni. Vísitala efnahagslífsins á landsbyggðinni mælist nú 167 stig en var 148 stig í febrúar síðastliðnum. Til samanburðar er vísitala efnahagslífsins á höfuðborgarsvæðinu nú 175 stig en var í febrúar 185 stig. Í umfjöllun fjármálaráðuneytisins um niðurstöður könnunarinnar segir að almennt virðist bjartsýnin um horfur í efnahagslífinu vera að aukast hjá forráðamönnum fyrirtækjanna. Vísitala efnahagslífsins fyrir sex mánuði mælist nú um 112 stig en hafi verið 86 stig í febrúar. Vísitala efnahagslífsins fyrir 12 mánuði mælist nú um 128 stig en hafi verið aðeins 71 stig í febrúar. Forráðamenn fyrirtækja séu því ekki jafn svartsýnir að jafnaði um horfur og þeir voru í fyrri mælingum. Ef borin eru saman viðhorf forráðamanna fyrirtækja í mismunandi starfsemi gætir mestrar bjartsýni hjá fyrirtækjum í verslun, samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu og fjármála- og tryggingastarfsemi. Heldur fleiri eru svartsýnir en bjartsýnir til næstu 12 mánaða í byggingar- og veitustarfsemi.
Fréttir Innlent Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira