Fótbolti

FIFA segir myndband ekki hafa verið notað

MYND/AP

FIFA segja að endursýningar á myndbandi hafi ekki átt neinn þátt í því þegar Zidane var rekinn út af í úrslitaleik HM á sunnudag fyrir að skalla Marco Materazzi.

Atvikið sem að fór fram hjá dómara leiksins og línuverðinum fór hins vegar ekki fram hjá fjórða dómaranum sem að stóð við hliðarlínuna þegar atvikið átti sér stað. Raymond Domenech gaf til kynna að fjórði dómarinn hefði einungis séð atvikið endursýnt á sjónvarpsskjá og það má ekki dæma eftir því samkvæmt reglum FIFA.

Talsmenn FIFA segja hins vegar að fjórði dómarinn hafi séð atvikið með eigin augum, en ekki á sjónvarpsskjá og látið dómara leiksins vita um leið í gegnum fjarskiptatækið sem að dómararnir bera. FIFA viðurkenna hins vegar að fimmti dómarinn hafi haft aðgang að sjónvarpsskjá og að hann hefði getað séð atvikið þar en hann megi ekki skerast í leikinn með neinum hætti og ennfremur hefur fjórði dómarinn ekki aðgang að sjónvarpsskjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×