Fótbolti

Heimsmeistararnir og heimsmet í vitleysu

Berlín er þögnuð, eftir hávaðasama nótt, flugelda og öskur, er kominn nýr dagur, fyrsti dagur án HM. Ítalía tók dolluna, flott að horfa á Cannavario lyfta styttunni góðu og fögnuður Ítalanna fölskvalaus. Í sjónvarpinu í morgun héldu menn áfram að tala um fótbolta, byrjaðir að velta fyrir sér möguleikum á Evrópumótinu eftir tvö ár, en fer þetta ekki að vera gott. Frábær sigur Ítala í gær, öruggustu víti í heimi, en eftir situr framkoma Zidanes í leiknum, lokaleiknum, hann var valinn maður mótsins í morgun, en hvað sem ítalski varnarmaðurinn sagði eða gerði, þá réttlætir ekkert þessa árás.

Mér liggur við að halda því fram, að réttast væri að Zidane skilaði nafnbótinni, heiðrinum, því þetta nær ekki nokkuri átt. Breski íþróttamálaráðherrann var í yfirheyrslu á BBC world news áðan, hann hélt því fram að ungt fólk tæki uppá allskonar vitleysu í skólanum á mánudögum, sem það hefði séð á fótboltaleikjum helgarinnar. Þess vegna er þetta svona óásættanlegt, svona gera menn ekki, einsog Davíð blessaður sagði einatt.

Eftir að hafa upplifað leikgleðina hér í Þýskalandi síðustu daga, þá er þetta svartur blettur á sögu HM, líktog Hönd Guðs og sú vitleysa öll. Maradonna heldur því ennþá fram að hann hafi gert rétt, fyrir land og þjóð, ég hef ekki ennþá heyrt skýringar Zidane á þessari vitleysu, og kæri mig varla um það ef ég má vera alveg hreinskilinn. Fyrir mér er Fabio Cannavaro maður mótsins, og margir fleiri, þetta var góð keppni, fullt af fínum HM minningum í farteskinu, og lífið heldur áfram, það er líf eftir fótbolta, ég kann öllum þeim sem lásu þetta blogg, og komu með athugasemdir, bestu þakkir, og visi.is, vefur á heimsmælikvarða, einsog maðurinn sagði einu sinni, ,,Now I'm gone fishing.''




Fleiri fréttir

Sjá meira


×