Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað 26. júní 2006 12:30 Göng árásarmannanna sprengd í morgun. MYND/AP Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins. Árásarmennirnir, sjö eða átta talsins, skriðu í gegnum þrjú hundruð metra löng göng sem voru grafin undir landamæragirðinguna við Kerem Shalom. Þar réðust þeir til atlögu við hermenn á vakt vopnaðir skammbyssum og sprengjum. Tveir hermenn og þrír herskáir Palestínumenn féllu í átökunum. Árásarmennirnir rændu einum hermanni, hinum 19 ára gamla Gilad Shalit. Vopnaður armur Hamas-samtakanna og önnur herská samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Hún er sögð gerð í hefndarskyni fyrir árásir Ísraelshers sem hafa kostað marga Palestínumenn lífið í þessum mánuði. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var tugum ísraelskra skriðdreka komið fyrir á Gaza og og hefur liðssafnaður á svæðinu haldið áfram í morgun. Auk þess voru göngin sem árásarmennirnir notuðu eyðilögð. Öryggisgæsla í Jerúsalem hefur einnig verið hert til muna. Ekki er vitað með vissu hvort hermaðurinn ungi er lífs eða liðinn en Ísraelsher telur hann þó enn á lífi. Ráðamenn segja heimastjórn Hamas- liða bera ábyrgð á því að honum verið skilað heilu og höldnu. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur hótað grimmilegum hefndaraðgerðum ef svo verði ekki en stjórnvöld í Jerúsalem grípa ekki til harkalegra aðgerða fyrr en allt hefur verið reynt til að tryggja lausn Shalits. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, hittust á neyðarfundi um málið síðdegis í gær. Abbas hvatti til lausnar Shalits í gær og sagði mannránið ganga gegn hagsmunum Palestínumanna. Abbas og Haniyeh halda áfram viðræðum í dag. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins. Árásarmennirnir, sjö eða átta talsins, skriðu í gegnum þrjú hundruð metra löng göng sem voru grafin undir landamæragirðinguna við Kerem Shalom. Þar réðust þeir til atlögu við hermenn á vakt vopnaðir skammbyssum og sprengjum. Tveir hermenn og þrír herskáir Palestínumenn féllu í átökunum. Árásarmennirnir rændu einum hermanni, hinum 19 ára gamla Gilad Shalit. Vopnaður armur Hamas-samtakanna og önnur herská samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Hún er sögð gerð í hefndarskyni fyrir árásir Ísraelshers sem hafa kostað marga Palestínumenn lífið í þessum mánuði. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var tugum ísraelskra skriðdreka komið fyrir á Gaza og og hefur liðssafnaður á svæðinu haldið áfram í morgun. Auk þess voru göngin sem árásarmennirnir notuðu eyðilögð. Öryggisgæsla í Jerúsalem hefur einnig verið hert til muna. Ekki er vitað með vissu hvort hermaðurinn ungi er lífs eða liðinn en Ísraelsher telur hann þó enn á lífi. Ráðamenn segja heimastjórn Hamas- liða bera ábyrgð á því að honum verið skilað heilu og höldnu. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur hótað grimmilegum hefndaraðgerðum ef svo verði ekki en stjórnvöld í Jerúsalem grípa ekki til harkalegra aðgerða fyrr en allt hefur verið reynt til að tryggja lausn Shalits. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, hittust á neyðarfundi um málið síðdegis í gær. Abbas hvatti til lausnar Shalits í gær og sagði mannránið ganga gegn hagsmunum Palestínumanna. Abbas og Haniyeh halda áfram viðræðum í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Sjá meira