Fótbolti

Van Basten æfur út í dómarana

Þjálfari Hollendinga Marco Van Basten hrópar á leikmenn sína í vináttulandsleik gegn Ástralíu í júní.
Þjálfari Hollendinga Marco Van Basten hrópar á leikmenn sína í vináttulandsleik gegn Ástralíu í júní. MYND/AFP

Þjálfari Hollenska landsliðsins, Marco van Basten, var mjög gagnrýnin á rússneska dómarann Valentin Ivanov eftir að lið hans datt út úr keppninni eftir tapleik gegn Portúgal í gær.

Hollendingar lentu undir snemma í leiknum eftir mark frá Maniche og eftir það sóttu þeir mikið að marki Porúgal. Leikurinn var einn sá grófasti í keppninni og lyfti Ivanov 16 sinnum gula spjaldinu sem kom 4 leikmönnum á vellinum út af.

Það hefði mátt spjalda dómarann sagði van Basten en viðurkenndi þó að leikmenn hans hefðu mátt leika betri knattspyrnu í leiknum. Dómarinn var alltof spjaldaglaður og réði ekkert við leikinn sem endaði svona, 9 gegn 9 leikmönnum og enginn alvöru fótbolti leikinn í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×