Rice fundar með ráðamönnum Ísraels í dag 24. júlí 2006 12:00 Mynd/AP Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga. Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ísraelsher telur sig þurfa minnst viku í viðbót til að ljúka sókn sinni gegn skæruliðum Hizbollah áður en komist verði að samkomulagi til að binda enda á átök í Líbanon. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt til átakasvæðisins í dag til fundar með ráðamönnum í Ísrael. Rice var flutt til Beirút með þyrlu frá Kýpur og var öryggisgæsla mikil. Áætlað er að hún eigi fund með leiðtogum Líbanon, þar á meðal Fouad Siniora, forsætisráðherra. Á leið sinni til Líbanon sagði Rice mikilvægt að semja um vopnahlé en það yrði að gera þegar aðstæður væru réttar eins og hún orðaði það. Hún sagði mikilvægt að tryggja að samtök á borð við Hizbollah hefðu ekki aðstöðu eða landsvæði í Líbanon þaðan sem hægt væri að gera flugskeytaárásir. Rice heldur síðar til Ísraels þar sem hún fund með Ehud Olmert, forsætisráðherra. Til harðar átaka kom í Suður-Líbanon í dag og hafa Ísraelar haldi loftárásum áfram. Hizbollah-liðar hafa heldur ekki hætt flugskeytaárásum. Að minnsta kosti þrjú hundruð sjötíu og tveir Líbanar hafa fallið í átökum þeim sem nú hafa staðið í þrettán daga, flestir fallinna óbreyttir borgarar. Þrjátíu og sjö Ísraelsmenn hafa fallið á sama tíma, um það bil helmingur þeirra óbreyttir borgarar. Ísrelsher telur sig þurfa um það bil viku til að ljúka aðgerðum sínum gegn skæruliðum Hizbollah áður en hægt verði að semja um vopnahlé á alþjóðavettvangi. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum innan ísraelskra öryggissveita og vestrænum sendifulltrúum. Ísraelsk herþyrla hrapaði í norðurhluta Ísrael í morgun. Tveir eru sagðir hafa annað hvort særst eða farist með henni. Ísraelska útvarpið segir þyrluna hafa flæst í raflínu á leið sinni til Líbanon. Liðsmenn Hizbolla segjast hins vegar hafa skotið hana niður. Stuðningur við aðgerðir Ísraelsmanna í Líbanon og á Gaza-svæðinu virðist töluverður í Bandaríkjunum en mörg þúsund manns komu saman í Los Angeles og San Fransico í gær til að styðja við Ísraela. Arnold Schwarzenegger, kvikmyndaleikari og ríkisstjóri í Kaliforníu, var meðal þeirra þúsunda sem komu saman á götum Los Angeles. Hann sagði Ísraelsmenn hafa rétt til að verja hendur sínar og sagðist biðja fyrir frið í Líbanon. Ekki kom til átaka í Los Angeles þó fámennur hópur andstæðinga Ísraela hafi einnig komið saman í nágrenni við Schwarzenegger og félaga.
Erlent Fréttir Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira