Fjárfesting félagsins stórkostleg mistök 24. júlí 2006 07:45 Vestmannaeyjabær Þegar Íslensk matvæli urðu gjaldþrota tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum fjármunum. Í greinargerð sinni segir Bergur Ágústsson að bæjarstjórn hafi ekki vitað af þessum kaupum þegar hún lagði pening í félagið. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir mistök hafa verið gerð þegar Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja ákvað að leggja nánast allan sinn pening í eitt fyrirtæki, Íslensk matvæli. „Út frá þeim reglum sem gilda um svipuð eignarhaldsfélög og hvernig þau starfa er augljóst mál að þetta voru stórkostleg mistök,“ segir hann. Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir auðvelt að vera vitur eftir á, en hann var stjórnarformaður félagsins þegar kaupin voru gerð. „Þegar við gengum frá kaupunum á Íslenskum matvælum höfðum við undir höndum kannanir frá greiningardeild Íslandsbanka og endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche. Þar lá fyrir að þetta væri ekki slæm fjárfesting.” Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja, sagði af sér á dögunum vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð sem hann skrifaði til Byggðastofnunar segir hann að Guðjón Hjörleifsson hafi ekki greitt fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja eins og hlutafélagaskrá hafi verið tilkynnt um. Einnig hafi hann ekki látið bæjarstjórn vita af kaupum á fyrirtækinu Íslenskum matvælum. Guðjón segir það alrangt sem Bergur segir að hann og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi átt að leggja til tvær milljónir í stofnféð. „Það stóð aldrei til að við yrðum hluthafar í félaginu, enda enginn einstaklingur hluthafi í því. Við lánuðum kennitölur okkar til að hægt væri að stofna félagið. Stofnféð átti að koma annars staðar frá og gerði það.“ Hann segir einnig rangt að bæjarstjórn hafi ekki vitað af kaupunum, rætt hafi verið um þau á aðalfundi eignarhaldsfélagsins og bæjarstjórnarfundum. Daginn eftir stofnun Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja var gengið frá kaupum þess á fyrirtækinu Íslenskum matvælum fyrir 130 milljónir króna. Rúmu ári síðar kom í ljós að rekstur fyrirtækisins gekk ekki sem skyldi og varð það gjaldþrota. Tapaði Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja miklum peningum á kaupunum og var nálægt því að fara í gjaldþrot. Ekki náðist í Berg Elías Ágústsson vegna málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira