Fótbolti

Sneijder verður með á HM

Sneijder leiddur útaf í leiknum gegn Ástralíu
Sneijder leiddur útaf í leiknum gegn Ástralíu MYND/AP

Góðar fréttir fyrir Hollendinga en það er ljóst að hinn 21 árs gamli Wesley Sneijder verður með liðinu á HM sem byrjar á föstudaginn. Eins og komið hefur fram þá meiddist leikmaðurinn í vináttuleiknum við Ástralíu sem endaði 1-1.

Hann meiddist á ökkla og var útlit fyrir að hann mundi missa af HM. Eftir ítarlega rannsókn í gær kom í ljós að hann er ekki eins meiddur og útlit var fyrir og verður orðinn góður áður en Holland leikur sinn fyrsta leik.

Sömu sögu má segja um þá Philip Cocu, Givannie van Bronckhorst og Kew Jaliens en þeir eru allir minniháttar meiddir og verða tilbúnir fyrir fyrsta leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×