Fótbolti

Paul Robinson er óánægður með boltann

Robinson bætist í hóp þeirra sem lýsa yfir óánægju með HM boltann
Robinson bætist í hóp þeirra sem lýsa yfir óánægju með HM boltann MYND/AP

Paul Robinson, aðalmarkvörður Englendinga á HM, er ekki sáttur við nýja HM boltann. Boltinn sem að er án sauma þykir sá tæknilegasti og fullkomnasti sem notaður hefur verið á HM, en margir hafa látið óánægju sýna í ljós með boltann, þar á meðal Brasilíumenn.

,,Boltinn er ekki góður fyrir markmenn. Hann er án allra sauma, límdur saman og líkist meira blakbolta en fótbolta. Hann er mjög léttur og breytir mikið um stefnu í loftinu og svo er hann líka með plast umgjörð sem að gerir það að verkum að þegar að það er blautt þá verður hann mjög sleypur." sagði Paul Robinson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×