Hinir Bláu, ódauðlegu 5. júlí 2006 10:00 Ég er ennþá að jafna mig eftir undanúrslitaleikinn í gær, Hvítir á móti Bláum, og ég held að úrslit hans séu í meira lagi söguleg á HM mælikvarðann. Að leikslokum þá má sjá að ítalska liðið vann á sjónarmun, allan leikinn voru þeir frábærlega öruggir, aðeins eitt opið færi sem Þjóðverjar fengu, reyndar jafn mikið og þeir fengu á móti Argentínu en Klose kláraði það. Ítalarnir léku eftir stórkostlegu leikskipulagi, alla jafna fimm í vörn, voru tveir eða þrír um hvern sóknarmann Þjóðverja oftast nær og miðjan miklu kvikari en hjá heimamönnum. Það átti hinsvegar enginn von á þessum tveimur lokamínútum þeirra, þannig að þótt liðin hafi verið nokkuð jöfn allan leikinn, þá gerðu þessi tvö mörk útslagið. Þetta minnti mig á höggorm, eða sporðdreka, sem bítur frá sér skyndilega, þegar enginn á sér ills von. Það voru allir farnir að reikna út vítaspyrnukeppni, þar sem Þjóðverjar voru á heimavelli í orðsins fyllstu merkingu, og þá kom það, mark. Fyrirvaralaust. Frábær afgreiðsla Fabios Grossos í fjærhornið, eitt núll. Klinsmann rak sína menn fram á hliðarlínunni, en þá tekur varnarstjarnan Cannavaro uppá því að bera boltann upp miðjuna, stórsókn, sem endar með afgreiðslu Del Pieros í fjærhornið, tvö núll. Leikurinn búinn og sannarlega betra liðið sem þarna komst áfram í úrslitaleikinn í Berlín á sunnudaginn. Ég næ þá að horfa á leikinn um þriðja og fjórða sætið á laugardaginn við Brandenborgarhliðið, sem mér skilst að sé ekki síður spennandi en að vera á vellinum í Þýskalandi. Það er óskandi, að þrátt fyrir tapið, að þá verði þessari þjóðarvakningu í þessu stóra landi ekki snúið við, hér eftir horfa menn fram á veginn, ekki aftur, eru stoltir af sér og sínum og hagvöxturinn er meira að segja þegar farinn að hressast. HM 2006 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Ég er ennþá að jafna mig eftir undanúrslitaleikinn í gær, Hvítir á móti Bláum, og ég held að úrslit hans séu í meira lagi söguleg á HM mælikvarðann. Að leikslokum þá má sjá að ítalska liðið vann á sjónarmun, allan leikinn voru þeir frábærlega öruggir, aðeins eitt opið færi sem Þjóðverjar fengu, reyndar jafn mikið og þeir fengu á móti Argentínu en Klose kláraði það. Ítalarnir léku eftir stórkostlegu leikskipulagi, alla jafna fimm í vörn, voru tveir eða þrír um hvern sóknarmann Þjóðverja oftast nær og miðjan miklu kvikari en hjá heimamönnum. Það átti hinsvegar enginn von á þessum tveimur lokamínútum þeirra, þannig að þótt liðin hafi verið nokkuð jöfn allan leikinn, þá gerðu þessi tvö mörk útslagið. Þetta minnti mig á höggorm, eða sporðdreka, sem bítur frá sér skyndilega, þegar enginn á sér ills von. Það voru allir farnir að reikna út vítaspyrnukeppni, þar sem Þjóðverjar voru á heimavelli í orðsins fyllstu merkingu, og þá kom það, mark. Fyrirvaralaust. Frábær afgreiðsla Fabios Grossos í fjærhornið, eitt núll. Klinsmann rak sína menn fram á hliðarlínunni, en þá tekur varnarstjarnan Cannavaro uppá því að bera boltann upp miðjuna, stórsókn, sem endar með afgreiðslu Del Pieros í fjærhornið, tvö núll. Leikurinn búinn og sannarlega betra liðið sem þarna komst áfram í úrslitaleikinn í Berlín á sunnudaginn. Ég næ þá að horfa á leikinn um þriðja og fjórða sætið á laugardaginn við Brandenborgarhliðið, sem mér skilst að sé ekki síður spennandi en að vera á vellinum í Þýskalandi. Það er óskandi, að þrátt fyrir tapið, að þá verði þessari þjóðarvakningu í þessu stóra landi ekki snúið við, hér eftir horfa menn fram á veginn, ekki aftur, eru stoltir af sér og sínum og hagvöxturinn er meira að segja þegar farinn að hressast.
HM 2006 í Þýskalandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira