Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps 3. nóvember 2006 06:30 „Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför." Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Það hefur náðst pólitísk sátt um meginlínurnar," segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, um fjölmiðlafrumvarpið sem menntamálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niðurstaða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagnsæi í eignarhaldi séu í frumvarpinu. Hún segir skorður við eignarhaldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðlafyrirtækin geti lifað við þetta." Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilokar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarpið kunni ekki að breytast í meðförum menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefndinni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haustið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi," segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg," segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta-ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhaldið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um." Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför."
Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira