Fótbolti

Metin falla hjá Brössunum

MYND/REUTERS

Hinn sókndjarfi bakvörður Brasilíu, Cafu, sem einnig er fyrirliði landsliðsins, setti 3 met í gær þegar Brasilíumennunnu unnu Ghanamenn 3-0 á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.

Cafu lék sinn 141. landsleik með brasilíska landsliðinu, lék 19. leik sinn á HM og var í 16. sinn í sigurliði á HM.

Þjóðverjarnir Wolfgang Overath og Lothar Matthaus hrósuðu 15 sinnum sigri á HM á sínum tíma. Cafu, sem er orðinn 36 ára og leikur með AC Milan á Ítalíu, hefur þrisvar leikið til úrslita á HM og varð heimsmeistari árin 1994 og 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×