Fótbolti

Zidane varð 100. leikmaðurinn til að skora á HM

Zinedine Zidane (fyrir miðju) er fagnað af liðsmanni sínum Thierry Henry og Sergio Romas frá Spáni, eftir leik Spánar og Frakklands sem að endaði 3-1 fyrir Frakklandi.
Zinedine Zidane (fyrir miðju) er fagnað af liðsmanni sínum Thierry Henry og Sergio Romas frá Spáni, eftir leik Spánar og Frakklands sem að endaði 3-1 fyrir Frakklandi. MYND/AP

Frakkinn Zinedine Zidane varð í gærkvöld hundraðasti leikmaðurinn til að skora mark fyrir lið sitt á HM í Þýskalandi. 132 mörk hafa verið skoruð í 56 leikjum til þessa eða 2.36 að meðaltali í leik.

Þjóðverjinn Mirsoslav Klose er markahæstur með 4 mörk en næstir honum með 3 mörk koma Brasilíumaðurinn Ronaldo, Þjóðverjinn Lukas Podolski, Argentínumennirnir Crespo og Rodriguez og Spánverjarnir Fernando Torres og David Villa.

Alls hafa 15 leikmenn skorað 2 mörk og 78 sitt markið hver en tvö mörk eru færð til bókar sem sjálfsmörk.

Gulu spjöldin eru orðin 310 eða 5.5 að meðaltali í leik og rauðu spjöldin 25.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×