Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið 28. júní 2006 09:00 MYND/AP Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram. Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira