Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja réttinn sín megin 8. ágúst 2006 21:47 Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Austurlandi telja sig hafa skýra lagastoð fyrir aðgerðum sínum gegn mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar. Mótmælendurnir hyggjast kæra lögregluna og segja hana hafa beitt þá víðtæku ofbeldi. Eftir að búðum mótmælenda var lokað í gær gistu flestir þeirra á Egilsstöðuðum í nótt og ekki annað að heyra en hlé yrði á aðgerðum þeirra. Flestir þessara mótmælenda eru útlendingar. Óskar Bjartmars yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum að ásakanir um harðræði og ofbeldi væru hrein og klár ósannindi. Það hefði ekki komið til neinna beinna átaka en nauðsynlegt hafi verið að taka á fólkinu sem ekki hafi hlýtt skipunum lögreglu. Þrátt fyrir harða gagnrýni á aðgerðir lögreglu, meðal annars frá Ragnari Aðalsteinssyni, hæstaréttarlögmanni efast Óskar ekki um lögmæti þeirra. Í búðunum fundust þessi tæki sem Óskar telur að kunni að hafa verið notuð við skemmdarverk. Talsmaður mótmælendanna vísar því á bug og telur að réttara væri að kanna hvort óánægðir starfsmenn verktaka hafi ekki staðið að skemmdarverkunum. Hann segir að kærur verði lagðar fram. Mikið hefur verið gert úr því að þarna séu atvinnumótmælendur á ferð sem fái greitt fyrir að taka þátt í aðgerðum. Matt, sem er einn af mótmælendunum hlær að þessu og segist vinna og safna fé til að greiða fyrir ferðir sínar. Hann segir þetta lífstíl og baráttu fyrir bættum heimi. Ekki bara barátta fyrir umhverfinu, segir hann sem síðast lét til sín taka á vesturbakkanum í Palestínu. Hann gerir einnig lítið úr þeirri gagnrýni að mótmælendurnir sem komi til landsins hafi lítið vit á eða skilning á því sem þeir eru að mótmæla
Fréttir Innlent Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira