Segir stjórnvöld undir þrýstingi bænda 8. ágúst 2006 07:30 Halla Tómasdóttir Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“ Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill að hvers konar verndartollar og innflutningshöft á landbúnaðarvörum verði afnumin. Ákveði þjóðin að styðja íslenskan landbúnað eigi það að gerast með beinum greiðslum en ekki í gegnum vöruverðið. Viðskiptaráðið styður hugmyndir um afnám vörugjalda af matvöru en Halla vill ganga lengra. „Ég vil að hér sé frjáls markaður þar sem vörur hvaðan sem er keppa á samkeppnisgrundvelli. Ég er þeirrar skoðunar að íslensk vara sé það góð að ekki þurfi að óttast samkeppni sem aðeins byggir á verði,“ sagði Halla í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að gæði íslenskrar búvöru séu mikil og þegar hafi sýnt sig að verslun með lífrænar vörur er talsverð þrátt fyrir að þær séu dýrari en aðrar. Nýlega strönduðu viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um ríkisstuðning við landbúnað en fylgismenn afnáms verndartolla bundu nokkrar vonir við þær viðræður. Halla segir miður að þær hafi siglt í strand en það þurfi ekki að koma á óvart þar sem málið sé hápólitískt og stuðningur við landbúnað atvinnustefna í mörgum löndum. „Ég er hrædd um að fólk sé mjög hrætt við að afnema verndartollana og finnst það reyndar skiljanlegt þar sem það er mikill þrýstingur og mörg atkvæði að sækja í þann hóp sem þrýstir vel,“ segir Halla, spurð um mat sitt á afstöðu íslenskra stjórnvalda til verndartolla og annarrar ríkisverndar á landbúnaði. Hún segir því litlar líkur á að verndartollar verði lækkaðir eða afnumdir í bráð. „Við eigum að setja okkur það að markmiði að ganga alla leið. Við eigum ekki að vera hrædd við að stíga skref í átt til afnáms allra verndartolla.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafnar bollaleggingum Höllu um þrýsting bændanna á stjórnmálamenn. „Þetta er mjög rangt,“ segir hann og bendir á að stuðningur ríkisins við bændur hafi minnkað stórlega á umliðnum árum. „WTO-viðræðurnar stöðvuðust ekki út af Íslandi heldur vegna Bandaríkjanna stóru og Evrópusambandsins stóra. Það halda allir utan um sinn landbúnað.“ Þá varar Guðni við hugmyndum um að beingreiðslur verði auknar í stað tollverndar. „Það eru falsspámenn sem tala um að bera peninga á bændur, líkt og Alþýðusambandið og fleiri spekingar eru nú að gera. Slíkt væri slys.“
Innlent Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira