Ófriðarskýin hlaðast upp 12. júlí 2006 18:45 Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana. Erlent Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels segir að Líbanar hafi kastað stríðshanskanum í morgun þegar skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi gíslatökuna harðlega í yfirlýsingu sinni í dag. Horfurnar fyrir botni Miðjarðarhafs dökknuðu um allan helming í morgun þegar til óvenjuharðra átaka kom á milli ísraelskra hermanna og skæruliða, sem tilheyra Hizbollah-samtökunum, á umdeildu svæði á landamærum Ísraels og Líbanon. Þeim lyktaði með að sjö hermenn féllu og tveir til viðbótar voru teknir til fanga. Ekki leið á löngu þar til Ísraelar hófu árás á búðir Hizbollah af láði, legi og lofti, þeim hörðustu frá því þeir drógu herlið sitt til baka frá Líbanon árið 2000. Í það minnsta tveir líbanskir borgarar biðu bana í loftárásunum. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, var ómyrkur í máli í yfirlýsingu sinni í dag þegar hann sagði að aðgerðirnar jafngiltu nánast stríðsyfirlýsingu. Leiðtogi Hizbollah sagði að með gíslatökunni vildu samtökin knýja Ísraela til að láta fanga lausa úr haldi og árás þeirra tengdist ekki átökunum á Gaza-ströndinni heldur hefði hún verið lengi í bígerð. Hizbollah á sæti í líbönsku ríkisstjórninni og því kemur ekki á óvart að Ísraelar segi líbönsk stjórnvöld beri ábyrgð á árásinni. Stuðningsmenn samtakanna í Líbanon fögnuðu árásinni með því að dreifa sælgæti og sprengja flugelda en Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, var hins vegar ekki hlátur í hug þegar hann frétti af henni. Ísraelar létu átökin fyrir norðan ekki stöðva sig í að halda uppteknum hætti á Gaza-ströndinni. Stórri sprengju var varpað á hús á svæðinu þar sem talið var að hryðjuverkamenn hefðust við. Þar var hins vegar einungis níu manna fjölskylda sem átti sér einskis ills von. Allir í húsinu biðu bana.
Erlent Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira