Fótbolti

Mun ekki hafa áhrif á niðurstöðuna

Liðsmenn Ítalíu við verlaunaafhendinguna á HM í Þýskalandi.
Liðsmenn Ítalíu við verlaunaafhendinguna á HM í Þýskalandi. MYND/AP

Þrátt fyrir að Ítalir hafi náð að sigra HM á glæstan hátt seinasta sunnudag þá mun það ekki hafa nein áhrif á ákvörðun Íþróttadómstólsins sem að fjallar um hneykslismálið sem að tröllriðið hefur ítalskri knattspyrnu undanfarna tvo mánuði.

Margir háttsettir aðilar innan ítölsku knattspyrnunnar og stjórnmálamenn þar á meðal dómsmálaráðherra landsins og fleiri hafa hvatt dómstólinn til að sýna liðunum fjórum, sem eru ákærð, smá vægð vegna þess að leikmenn liðanna hafa verið í aðalhlutverki með ítalska landsliðinu sem að var að vinna HM síðastliðinn sunnudag.

Dómstóllinn mun hins vegar ekki láta glæstan árángur á HM hafa áhrif á niðurstöðuna og mun því beita sömu viðurlögum og ef að ítalir hefðu ekki náð svo langt á HM. Niðurstaða dómstólsins í málinu er væntanleg á næstu dögum og eftir að úrskurðurinn hefur verið birtur þá hafa liðin fjögur þrjá daga til að áfrýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×