Fótbolti

Zidane hættir eftir HM

Zinedine Zidane
Zinedine Zidane

Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid og franska landsliðsins mun hætta knattspyrnuiðkun eftir HM í sumar. Kappinn hefur boðað til blaðamanna fundar á morgun en hann sagði í viðtali við Canal+ að hann mundi hætta.

Þessi 33ja ára gamli leikmaður hafði þetta að segja um málið. " Eftir HM mun ég hætta að spila fótbolta. HM er mitt síðasta verk sem leikmaður. HM er það eina sem ég er að hugsa um núna. Ég vil að fólk viti þetta áður en keppnin byrjar," sagði Zidane.

Það verður sjónarsviptur af þessum magnaða leikmanni sem tók fram landsliðsskóna á ný eftir að hafa hætt árið 2004 með því. Hann hefur leikið 99 landsleiki fyrir frakka. Hann var heims og Evrópumeistari með þeim. Hann kom til Real Madrid frá Juventus árið 2001 fyrir litlar 42m punda. Hann hefur verið kosinn leikmaður ársins hjá FIFA árið 1998, 2000 og 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×