Erlent

Styttist í að Rússar geti gengið í WTO

Embættismenn í Bandaríkjunum og Rússlandi segjast vera að ljúka samkomulagi sem gerir Rússum kleift að þiggja 13 ára gamalt boð um að ganga í Alþjóðaviðskiptastofnunina WTO. Tvíhliða samningar við Bandaríkin eru þrætuepli sem hefur í 13 ár hindrað það að Rússland gangi í Alþjóðaviðskiptastofnunina.

Rússar eiga þó enn eftir að gera marghliða samning við hin 149 löndin sem hafa aðgang að stofnuninni. Þar eru ýmis málefni sem þarf að leysa, líkt og vernd á höfundarrétti og fleiri viðkvæm mál.

Rússland er stærsta og fjölmennasta landið sem stendur utan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Aðgangur Rússa að stofnuninni væri stórt skref á leið Rússlands frá kommúnistaríkinu sem það var í átt að markaðssamfélagi á vestrænan máta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×