Þingmenn framsóknarflokksins eiga að meðaltali sæti í 3,5 nefndum af tólf fastanefndum alþingis meðfram þingstörfum. Guðjón Ólafur Jónsson á metið en hann situr í sex nefndum og er formaður heilbrigðis- og trygginganefndar. Birkir Jón Jónsson, nýskipaður formaður fjárlaganefndar, er yngsti formaður fastanefndar Alþingis frá upphafi.
