Stofnun rekstrarfélags leiðir til hundraða milljóna króna sparnaðar 16. október 2006 14:15 MYND/GVA Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Stefnt er að því að stofna rekstrarfélag um vinnslu og dreifingu á vörum Mjólkursamsölunnar, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar um næstu áramót en Mjólkursamlag KS verður rekið í nánum tengslum við rekstrarfélagið og selur rekstrarfélaginu allar sínar afurðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Nýja félagið mun bera nafnið Mjólkursamsalan. Í tilkynningunni segir einnig að umbreyting og hagræðing verði í mjólkuriðnaði með stofnun rekstrarfélagsins og að gert sé ráð fyrir að hagræðingin skili sér í hundraða milljóna króna sparnaði á ársgrundvelli. Öll mjólkurvinnsla verður flutt frá Reykjavík. Í tilkynningunni segir enn fremur að mjólkuriðnaðurinn hafi í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu sem hafi skilað sér til neytenda. Á tímabilinu frá 1990 til og með 2005 hafi mjólkurverð hækkað mun minna en aðrar neysluvörur. Þá hyggist mjólkuriðnaðurinn taka þátt í því að lækka matvælaverð með yfirvöldum með 12 mánaða verðstöðvun í 7-8% verðbólgu og hækkun á launalið bóndans. „Samhliða stofnun rekstrarfélagsins mun MS kaupa 52% hlut Auðhumlu í Norðurmjólk og greiða fyrir með hlutabréfum í rekstrarfélaginu og peningum. Auðhumla mun þannig eiga beina eignaraðild að rekstrarfélaginu. Þá er gert ráð fyrir að MS kaupi eignir og rekstur Mjólkursamlags Ísfirðinga, yfirtaki skuldir þess og endurkipuleggi rekstur MÍ í kjölfarið. MS, KS og Auðhumla verða áfram framleiðendafélög, félagslegur vettvangur og mótttakandur mjólkur, en þau munu fela rekstrarfélaginu alla vinnslu og dreifingu. Stofnun rekstrarfélagsins skapar möguleika á að reisa nýja og glæsilega dreifingarmiðstöð fyrir kældar matvörur fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni en á móti kæmi sala á núverandi húsnæði Osta- og smjörsölunnar og MS í Reyjavík. Fjallað hefur verið um viljayfirlýsingu KS, MS og Auðhumlu á fulltrúaráðsfundum félaganna að undanförnu og er stefnt að því að eðlilegum fyrirvörum verði aflétt fyrir 22. nóvember næstkomandi og að félagið getið hafið starfsemi um næstu áramót,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðbrandi Sigurðssyni, forstjóra MS, að samruni MS og Mjólkurbús flóamanna á síðasta ári hafi á margan hátt verið kveikjan að þeim viðræðum sem leiddu til stofnunar rekstrarfélagins. „Nú er gott tækifæri til þess að endurskipuleggja mjólkuriðnaðinn, ná fram hagræðingu sem skilar sér til neytenda og bænda og búa í haginn fyrir aukna samkeppni og þátttöku á alþjóðlegum markaðssvæðum," segir Guðbrandur.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira