Atvinnuhvalveiðar hófust á miðnætti 18. október 2006 03:30 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tók í gær ákvörðun í samráði við ríkisstjórnina um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Hann segir langtímahagsmuni þjóðarinnar vera mikla og augljósa. Hval 9, skipi Hvals hf., var haldið til veiða um hádegisbil í gær en bilaði. Einar segist fullviss um að rétt sé að hefja hvalveiðar nú og óttast ekki að skaði hljótist af. „Ég geri ekki lítið úr því að þetta geti haft neikvæð áhrif til skemmri tíma en langtímahagsmunirnir eru augljósir.“ Stjórnarandstaðan tók yfirlýsingunni misjafnlega. Vinstri-grænir lýstu sig mótfallna atvinnuhvalveiðum en Frjálslyndi flokkurinn taldi níu langreyðar allt of lítinn kvóta. Samfylkingin var varkár í yfirlýsingum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist hafa beðið lengi eftir veiðileyfi en ekkert vita um hvað sautján ára löng biðin hafi kostað fyrirtækið. „Blessaður spurðu ekki að því. Ef maður reiknaði það allt saman út þá yrði maður brjálaður.“ Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju séu fyrst og fremst sorglegar fréttir og segi ekkert um vilja íslensku þjóðarinnar. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé tilgangslaus æfing því það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ sagði Árni Finnsson. „Ég skil ekki hvað sjávarútvegsráðherra gengur til. Ég hélt að hann hefði brýnni verkefnum að sinna en áhugamálum Kristjáns Loftssonar.“ Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tók í gær ákvörðun í samráði við ríkisstjórnina um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Hann segir langtímahagsmuni þjóðarinnar vera mikla og augljósa. Hval 9, skipi Hvals hf., var haldið til veiða um hádegisbil í gær en bilaði. Einar segist fullviss um að rétt sé að hefja hvalveiðar nú og óttast ekki að skaði hljótist af. „Ég geri ekki lítið úr því að þetta geti haft neikvæð áhrif til skemmri tíma en langtímahagsmunirnir eru augljósir.“ Stjórnarandstaðan tók yfirlýsingunni misjafnlega. Vinstri-grænir lýstu sig mótfallna atvinnuhvalveiðum en Frjálslyndi flokkurinn taldi níu langreyðar allt of lítinn kvóta. Samfylkingin var varkár í yfirlýsingum. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segist hafa beðið lengi eftir veiðileyfi en ekkert vita um hvað sautján ára löng biðin hafi kostað fyrirtækið. „Blessaður spurðu ekki að því. Ef maður reiknaði það allt saman út þá yrði maður brjálaður.“ Frode Pleym, talsmaður Grænfriðunga, segir að ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju séu fyrst og fremst sorglegar fréttir og segi ekkert um vilja íslensku þjóðarinnar. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé tilgangslaus æfing því það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, hvorki á Íslandi né annars staðar,“ sagði Árni Finnsson. „Ég skil ekki hvað sjávarútvegsráðherra gengur til. Ég hélt að hann hefði brýnni verkefnum að sinna en áhugamálum Kristjáns Loftssonar.“
Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira