Margmenni kvaddi Hval 9 við brottför 18. október 2006 07:30 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti. Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í samráði við ríkisstjórn Íslands í gær að heimila atvinnuhvalveiðar að nýju. Leyfið gekk í gildi á miðnætti í nótt en veiðibann hefur verið í gildi frá árinu 1989. Samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra verður Hval hf. heimilt að veiða níu langreyðar en önnur fyrirtæki hafa ekki veiðiheimild. Einnig leyfa stjórnvöld veiði á 30 hrefnum til viðbótar þeim 39 dýrum sem veidd verða árið 2007 við framkvæmd vísindaáætlunar Hafrannsóknastofnunar. Þær veiðar annast hrefnuveiðisjómenn eins og hefð er fyrir. Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hélt út úr Reykjavíkurhöfn laust eftir hádegi í gær eftir að hafa legið svo til óhreyft síðan 1989. Til stóð að skipinu yrði siglt út á Faxaflóa til að stilla stjórntæki og síðan upp í Hvalfjörð til að taka skutulbyssu um borð. Þar átti að halda skotæfingu og fara svo til veiða. Ekkert varð þó af þessum fyrirætlunum vegna rafmagnsbilunar um borð, sem varð þess valdandi að skipið var dregið aftur til hafnar. Sigurður Njálsson, skipstjóri á Hval 9, segir að hefðbundinni vertíð á árum áður hafi ávallt verið lokið í september. Fyrir því hafi legið tvær ástæður. Langreyður og sandreyður hafi yfirleitt verið farin af miðunum að mestu leyti á þeim tíma og birtuskilyrði til veiða ekki ákjósanleg. Sigurður, sem er 66 ára gamall, var skipstjóri á Hval 9 í tíu ár fyrir veiðibannið og einnig í tíu ár á Hval 6. Hann var bjartsýnn rétt áður en lagt var úr höfn í gær. „Við ætlum að veiða hval í þessum túr en hvalurinn ræður hvað túrinn verður langur. Við getum veitt hval hérna við Reykjanesið og norður úr.“ Meginrök þeirra sem eru andvígir hvalveiðum í atvinnuskyni eru að erfitt eða jafnvel útilokað sé að koma hvalafurðum í verð. Mjög er horft til Japansmarkaðar en Náttúruverndarsamtök Íslands telja hann í raun lokaðan og óraunhæft að byggja hvalveiðar í atvinnuskyni á væntanlegri sölu þar í landi. Þessum fullyrðingum hafna hvalveiðisinnar með öllu. Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, segir þessi rök í raun óhróður. Hann telur að hægt sé að hefja sölu á hvalafurðum á Japansmarkaði án tafar. „Markaðurinn er stór og ekkert í alþjóðalögum kemur í veg fyrir að hefja viðskipti.
Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira