Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran 27. ágúst 2006 07:45 Mahmoud Ahmadinejad vígir verksmiðjuna Íransforseti sést hér vígja þungavatnsverksmiðjuna í miðhluta Írans. Hann segir kjarnorkuáætlun þjóðarinnar ekki ógna öðrum ríkjum, en Ísraelar og bandamenn þeirra taka ekki í sama streng. MYND/AP Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009. Erlent Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Mið-Austurlönd Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, vígði í gær þungavatnsverksmiðju í bænum Arak í miðhluta Írans. Þungavatnsverkmiðjan verður notuð til að kæla kjarnaofn sem er í byggingu nálægt verksmiðjunni. Forsetinn sagði við tækifærið að Íransstjórn myndi „aldrei“ hætta við kjarnorkuáætlun sína og að tilgangur hennar væri alls ekki hernaðarlegs eðlis. Hann sendi vesturveldunum tóninn og sagði að svo gæti farið að Íranir yrðu beittir viðskiptaþvingunum en að þróun og tækniframförum yrði ekki haldið frá þeim. Kjarnorkuáætlunin ógnaði ekki öðrum þjóðum, „ekki einu sinni stjórn síonista, sem er augljós óvinur svæðisins“. Ráðamenn margra annarra ríkja, sérstaklega Bandaríkjanna og Ísraels, óttast að ríkisstjórn Írans ætli sér að framleiða kjarnorkusprengjur og sagði einn ísraelskur þingmaður í gær að verksmiðjan væri „enn eitt skrefið“ í átt að því að Íranar framleiddu kjarnorkusprengju. Hann sagði einnig að aðgerðir alþjóðasamfélagsins til að koma í veg fyrir kjarnorkuvæðingu Írana væru ófullnægjandi og því væri nauðsynlegt fyrir Ísraelsmenn að „undirbúa sig með viðhlítandi hætti“. Ísraelsk yfirvöld gáfu ekki út yfirlýsingu vegna málsins í gær, en opinber stefna ísraelskra stjórnvalda hefur hingað til verið sú að reyna að semja við Íransstjórn um aðra lausn á orkuþörf landsins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað írönskum yfirvöldum að hætta tilraunum sínum um auðgun úrans og eiga ráðamenn í Teheran að verða við því fyrir næstkomandi fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur segja það líklega ekki tilviljun að verksmiðjan hafi verið vígð svo skömmu áður en frestur íranskra yfirvalda rennur út; þau vilji ögra öryggisráðinu. Fyrir fjórum árum komst bærinn Arak í sviðsljósið þegar íranskur útlagi ljóstraði upp um kjarnorkustarfsemi Íransstjórnar þar, en hún hafði aldrei verið kynnt fyrir Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni. Stefnt er á að kjarnaofninn verði gangsettur árið 2009.
Erlent Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira