Óþarft sérákvæði um heimilisofbeldi 10. september 2006 04:30 Björn Bjarnason vill sjá hver reynslan verður af lagabreytingunum. Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“ Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Ákveðið var að taka ekki inn í íslensk lög sérákvæði um heimilisofbeldi þegar rætt var um breytingar á lögum til þess að laga þau að þörfum þolenda heimilisofbeldis. Frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra var samþykkt en í því er refsiþyngingarástæða, sem hægt er að beita þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar. Róbert Ragnar Spanó, formaður refsiréttarnefndar og kennari við lagadeild Háskóla Íslands, segir það hafa verið samróma álit nefndarinnar að óþarft væri að breyta lögum á þann veg að sérákvæði um heimilisofbeldi væri komið á. „Við mátum það svo að það væri ekki ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í lög um heimilisofbeldi. Við mæltum hins vegar með því að sett yrði sérstakt ákvæði um að líta skuli til þess ef gerandi hefur brotið gegn nákomnum einstaklingi við ákvörðun refsingar. Ákvæðið er því refsiþyngingarástæða. Það var samdóma álit innan nefndarinnar að það væri ekki tilefni til þess að taka inn í lögin sérstakt ákvæði um heimilisofbeldi,“ sagði Róbert Ragnar. Ágúst Ólafur Ágústsson Segir sérákvæði um heimilisofbeldi til bóta. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, lýsti þeirri skoðun sinni í Fréttablaðinu á dögunum að skynsamlegast væri að koma sérákvæði um heimilisofbeldi inn í lög til þess að geta tekið á heimilisofbeldi með skilvirkari hætti. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið 5. september síðastliðinn að það væri almennt viðhorf innan lögreglunnar að nauðsynlegt væri að breyta nálgunarbannslöggjöfinni á þann veg að hægt væri að beita henni betur í heimilisofbeldismálum. Starfsmenn Neyðarlínunnar Eins og greint var frá í Fréttblaðinu hefur tilkynningum barna til Neyðarlínunnar vegna heimilisofbeldis fjölgað umtalsvert. Deilt er um hvernig best sé að bregðast við heimilisofbeldi.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Björn Bjarnason segir skynsamlegast að fylgjast náið með því hvernig breytingar á lögum skila sér gegn heimilisofbeldi á næstu árum. „Ég flutti frumvarp um breytingar á lögum varðandi heimilisofbeldi á síðasta þingi auk þess sem ég beitti mér fyrir nýjum verklagsreglum hjá lögreglu vegna heimilisofbeldis. Ég tel að fá eigi reynslu af þessum breytingum, áður en gripið verður til frekari breytinga á inntaki íslenskra laga um þetta efni.“
Innlent Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira