Eimskip gæti fengið milljarð króna í sekt 11. ágúst 2006 07:30 Uppskipun í Sundahöfn Nú hyllir undir lok rannsóknar samkeppnisyfirvalda á meintum brotum Eimskipafélagsins á samkeppnislögum, en rannsóknin hófst haustið 2002. Síðan þá hefur félagið skipt um eigendur og stjórn. MYND/GVA Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is. Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintum ólögmætum starfsháttum Eimskipafélagsins er á lokastigi og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er búist við niðurstöðu á haustmánuðum. Eimskip hefur gögn Samkeppniseftirlitsins til skoðunar og á eftir að koma að andmælum sínum, en í þeim er samkvæmt heimildum blaðsins gert ráð fyrir því að Eimskip verði sektað um sem nemur einum milljarði króna. Rannsóknin hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar í skrifstofum Eimskipafélagsins í Reykjavík í septemberbyrjun 2002, eftir kæru Samskipa í ágústlok sama ár. Samskip vildi að kannað yrði hvort Eimskipafélagið hefði brotið gegn samkeppnislögum í flutningastarfsemi sinni, meðal annars með undirboðum og misnotkun á markaðsráðandi stöðu í sjóflutningum. Samkomulag var um það gert milli málsaðila að Eimskip fengi eitt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar og koma að andmælum áður en endanleg niðurstaða yrði kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, staðfestir að lögfræðingar félagsins hafi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til skoðunar. Hann segir málið nokkuð flókið og enn mikla óvissu um endanlega niðurstöðu þess og því ekki tímabært að tjá sig um það efnislega. Síðan rannsóknin á meintum brotum Eimskipafélagsins hófst hafa orðið eigendaskipti á félaginu, auk þess sem skipt hefur verið um stjórnendur. Vaknar því spurning um hvar ábyrgðin liggi, verði niðurstaðan á endanum sú að félagið hafi brotið gegn samkeppnislögum og þurfi að greiða sekt. Burðarás keypti Eimskipafélagið hf. og síðan var, við samruna Burðaráss við Straum, gerð sérstök niðurfærsla vegna rannsóknarinnar. Í dag er Eimskip eitt dótturfélaga Avion Group, en Avion keypti Eimskip í maí í fyrra. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að mál Eimskipafélagsins sé enn til rannsóknar hjá stofnuninni en kveðst hvorki vilja tjá sig um hvar rannsóknin sé stödd eða hvenær henni kunni að ljúka. Þegar þar að kemur segir hann niðurstöðu stofnunarinnar verða birta á vef hennar, samkeppni.is.
Innlent Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira