Skattkerfið hætt að jafna tekjur fólks 11. ágúst 2006 08:00 Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“ Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Áhrif skatta á tekjudreifingu hafa minnkað til muna undanfarin ár, samkvæmt Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Embætti hans hefur reiknað út ójöfnuð í tekjum Íslendinga. Skattkerfið hefur aldrei jafnað tekjur landsmanna minna en nú. Til að bera saman ójöfnuð í tekjum er notaður svokallaður Gini-stuðull. Hann er viðtekinn mælikvarði á ójöfnuð í skiptingu tekna milli manna og er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt samkvæmt skattframtali. Árið 2005 var Gini-stuðull Íslands þrjátíu og átta miðað við heildartekjur, en þrjátíu og sex eftir skatta og bætur. Munurinn hefur aldrei verið minni. Eins og sjá má á súluritinu hefur dregið saman með ójöfnuði fyrir og eftir skatta frá 1996. Samkvæmt lista Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir Gini-stuðla í löndum heimsins er Ísland nú með ójöfnustu tekjuskiptingu í Evrópu ásamt Portúgal. Í grein Fréttablaðsins í síðustu viku kom fram að tekjuójöfnuður væri einn sá mesti í Evrópu en þá voru tölur fyrir árið 2005 ekki komnar. Nú er ljóst að Ísland er komið í efsta sætið ásamt Portúgal. Danmörk hefur minnstan tekjuójöfnuð í Evrópu, með Gini-stuðulinn tuttugu og fimm. „Eitt af hlutverkum skattkerfisins er að vera tekjujöfnunartæki og miðað við þessar tölur virðist skattkerfið ekki vera að virka sem skyldi,“ segir Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. „Þetta er mjög slæm þróun. Við hjá BSRB höfum bent á að ójöfnuður hefur verið að aukast í þjóðfélaginu og það þarf að sporna við því með öllum tiltækum ráðum.“ Hún bendir á skattleysismörkin sem einn þátt í þessari þróun. „Það hefur margoft verið bent á þetta, meðal annars af okkur. Staðgreiðslukerfið var tekið upp 1988 og skattleysismörkin hafa setið eftir síðan þá. Á ráðstefnu hjá Landssambandi eldri borgara tóku allir undir þetta.“
Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira