Fjárlögin ekki virt í menntamálunum 11. ágúst 2006 07:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín segist bjartsýn á að hagræðing innan menntamálaráðuneytisins gangi vel á næstu árum. Hún sést hér ræða við blaðamann eftir ríkisstjórnarfund í vikunni. MYND/Hrönn Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“ Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Meira en þrjátíu prósent fjárlagaliða innan menntamálaráðuneytisins fóru fram úr heimildum á síðasta ári. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er frá því greint að 35 af 104 fjárlagaliðum sem falla undir ráðuneytið hafi farið fram úr heimildum. Þar á meðal eru tæplega þrjátíu liðir sem fóru meira en fjögur prósent umfram heimildir, en samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga ber ríkisvaldinu að grípa til sérstakra aðgerða ef farið er yfir þessi mörk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu sem miðar að aukinni hagræðingu innan ráðuneytisins þegar hafna. „Ég er nú þegar byrjuð að hagræða innan ráðuneytisins, og sumar ákvarðanirnar sem ég hef tekið eru umdeildar. Ég hef lagt niður Kvikmyndaskoðun, sem var með mestu framúrkeyrsluna miðað við fjárlög, og verkefnin þar færast annað. Það eru gerðar miklar aðhaldskröfur innan einstakra liða sem falla undir menntamálaráðuneytið og samkvæmt þeim verður unnið áfram. Framhaldsskólar, eins og Menntaskólinn á Laugarvatni og Framhaldsskólinn á Laugum, eiga í erfiðleikum með leigugreiðslur og það er verið að taka á málefnum framhaldsskólanna innan ráðuneytisins.“ Þorgerður Katrín vonast til þess að hagræðing leiði til skilvirkara starfs sem sé til þess fallið að efla menntastofnanir. „Því er ekki að neita að það er hægt að ná betri tökum á rekstri innan ráðuneytisins, og ég nefni í því samhengi sérstaklega háskólastigið. Þar er möguleiki á því að koma málum til betri vegar.“ Menntamála-, heilbrigðis-, og utanríkisráðuneyti fóru hlutfallslega mest fram úr fjárheimildum á síðasta ári. Ríkisendurskoðun gagnrýndi stjórnvöld harkalega í skýrslu sinni vegna framkvæmdar fjárlaga fyrir árið 2005, en í henni kom meðal annars fram að það væri „alltof algengt að ámæli ríkisendurskoðunar væru virt að vettugi“. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að endurskoða fjárlagerðina í heild. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar ber það með sér að fjárlagagerðinni sjálfri er verulega ábótavant. Liðir eru ýmist verulega yfir eða undir heimildum og það segir manni að það er illa staðið að fjárlagagerðinni. Mér sýnist vera almenn viðurkenning á því innan ráðuneyta og stofnana að eftir fjárlögunum þurfi ekki að fara með ströngum hætti. Menn virðast búast við því að það sé alltaf hægt að fá viðbótarfé, og sú aðferðarfræði gengur ekki. Reiknilíkönin sem forsvarsmenn ráðuneytanna notast við taka ekki mið af veruleikanum.Ráðuneytin sem greinilega eru verst í þessu efni eru menntamála- og heilbrigðisráðuneyti.“ Ingibjörg Sólrún segist ekki halda að hagræðing, sérstaklega hjá Háskóla Íslands, geti samræmst yfirlýstum markmiðum. „Ég fæ ekki betur séð en að Háskóli Íslands telji sig fjársveltan og ef hann ætlar að ná markmiði sínu, að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi sem menntamálaráðuneytið hefur tekið vel í, þá samræmist niðurskurður á háskólastiginu því ekki vel.“
Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira