Fótbolti

Hvað gerir Eriksson í næsta leik Englendinga?

MYND/Reuters

Þjálfari Englendinga Sven Goran Eriksson, mun að öllum líkindum hvíla annaðhvort Frank Lampard eða Steven Gerrard í næsta leik liðsins.

Lampard, Gerrard og Peter Crouch eru allir einu gulu spjaldi frá því að lenda í banni. Eriksson sagði "ef að við þyrftum að vinna leikinn þá hefði ég látið þá látið þá alla þrjá leika, en við þurfum ekki að gera það núna."

Líklegast er talið að Gerrard muni hvíla og að Wayne Rooney gæti byrjað í stað Crouch. Owen Hargreaves mun líklega leysa Gerrard af á miðjunni, eftir að hann æfði með Lampard hluta af æfingu enska liðsins í gær, en eins gæti Michael Carrick einnig leyst af á miðjunni.

Eriksson bætti við "það eru þrír leikmenn með spjöld á sér og kannski mun ég hvíla einn þeirra, ég vil ekki hvíla þá alla, kannski einn eða tvo." Eriksson mun eflaust freistast til þess að láta Rooney spila eftir að hann kom inná síðasta leik og lék þar í 33, mínútur gegn Trinidad og Tobaco, og virðist leikmaðurinn vera búinn að jafna sig að fulli af meiðslum sínum

"Hann sagði að hann væri tilbúinn í 90, mínútna leik, ég er að hugsa málið en hef ekkert ákveðið enn. Mig langar að láta hann byrja inná, en ég mun leita álits lækna og einnig er mikilvægt að fylgjast með honum á æfingum áður en ákvörðun verður tekin. Ef að Rooney byrjar leik þá verð ég að vera þess fullviss um að hann geti leikið í klukkustund af leiknum, ef að hann getur aðeins leikið í 45, mínútur þá er betra að hann leiki seinni hálfleikinn. Hann er búinn að vera að segja við mig að hann sé tilbúinn og klár í leikinn undanfarnar þrjár vikur."

Eriksson viðurkenndi einnig að enska liðið væri öðruvísi er Rooney léki með, hann er frábær. "Hann er fullkominn leikmaður er hann er í 100% standi, hann gefur liðinu mjög mikið sjálfstraust er hann leikur með því, og við erum mun hættulegri við mark andstæðinga okkar. Michael Owen og Rooney er einn að kostum mínum í framlínunni, ég veit að þá skortir leikæfingu og ef að ég læt þá báða byrja inná þá er ekki líklegt að þeir endist í 90, mínútur. Það væri spennandi að gera þetta, en ég hef ekki ákveðið enn hvað verður" sagði Eriksson að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×