Nítján ára drengur sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í dag að nítján ára drengur sem stakk föður sinn með hnífi þann 4. júní síðastliðinn skildi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Einn dómari skilaði séráliti og sagði föður drengsins hafa ögrað honum auk þess sem drengurinn hefði aldrei áður framið hegningarlagabrot. Því ætti ekki að framlengja gæsluvarðhaldið.