Þúsundir Líbana snúa heim 15. ágúst 2006 12:15 Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. Vopnahléið hefur haldið að mestu frá því það tók gildi klukkan fimm í gærmorgun en þá höfðu átökin staðið í þrjátíu og fjóra daga. Ísraelar segja þó Hizbollah hafa skotið af sprengjuvörpum en sprengjurnar ekki náð yfir landamærin og ekki skaðað neinn. Fjórir liðsmenn Hizbollah eru sagðir hafa fallið í átökum við ísraelska hermenn. Þúsundir líbanskra flóttamanna streyma nú aftur til síns heima, flestir frá Sýrlandi, en alls er talið að um fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hafi verið þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Varnarmálaráðherra Líbanons segir að herinn muni senda 15.000 manna lið að norðurbakka Litani-árinnar fyrir vikulokin en það er í samræmi við vopnhlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni í gær að ályktun Öryggisráðsins væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael. Hann lýsti því jafnframt yfir að viðræður um afvopnum skæruliðasamtakanna ættu ekki að fara fram nú heldur á leynilegum fundi líbönsku ríkisstjórnarinnar. Með því mætti koma í veg fyrir að hagsmunir Ísraela yrðu ofan á. Nashrallah segir jafnfram að alþjóðlegt friðargæslulið myndi ekki ráða við aðstæður enn sem komið er. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði jafnframt Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað. Vopnahléið hefur haldið að mestu frá því það tók gildi klukkan fimm í gærmorgun en þá höfðu átökin staðið í þrjátíu og fjóra daga. Ísraelar segja þó Hizbollah hafa skotið af sprengjuvörpum en sprengjurnar ekki náð yfir landamærin og ekki skaðað neinn. Fjórir liðsmenn Hizbollah eru sagðir hafa fallið í átökum við ísraelska hermenn. Þúsundir líbanskra flóttamanna streyma nú aftur til síns heima, flestir frá Sýrlandi, en alls er talið að um fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hafi verið þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Varnarmálaráðherra Líbanons segir að herinn muni senda 15.000 manna lið að norðurbakka Litani-árinnar fyrir vikulokin en það er í samræmi við vopnhlésályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ræðu sinni í gær að ályktun Öryggisráðsins væri afrek fyrir Ísraela en auk þess hefði hún mikla þýðingu fyrir öll ríki hins frjálsa heims sem væru að berjast gegn hryðjuverkum. Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael. Hann lýsti því jafnframt yfir að viðræður um afvopnum skæruliðasamtakanna ættu ekki að fara fram nú heldur á leynilegum fundi líbönsku ríkisstjórnarinnar. Með því mætti koma í veg fyrir að hagsmunir Ísraela yrðu ofan á. Nashrallah segir jafnfram að alþjóðlegt friðargæslulið myndi ekki ráða við aðstæður enn sem komið er. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöld að Hizbollah-liðar hefðu efnt til átaka síðustu vikna og þeir hefðu nú beðið ósigur. Hann sagði aðgerðir skæruliðanna hafa kostað fjölmörg mannslíf. Bush sagði Írana styðja við bakið á vopnuðum samtökum í Írak og Líbanon og því yrðu þeir að hætta. Forsetinn sagði jafnframt Ísraela hafa rétt á að verja sig ef ráðist yrði á hermenn þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira