Börn nota sprengjur sem leikföng 20. ágúst 2006 19:00 Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Íbúar í Suður-Líbanon streyma enn til síns heima í von um að þar sé eitthvað heillegt að finna. Margir koma þó aðeins að rústum einum. Í þorpinu Saddiqine, um tuttugu kílómetra suðaustur af Týrus, má sjá íbúa leita eigna sinna í rúsum húsa sinna. Þeir sem finna eitthvað heillegt eiga oft fullt í fangi með að losa brak ofan af því. Á meðan reyna aðrir að hreinsa til á götum þorpsins. Hjálparsamtök í Suður-Líbanon láta fólk fá dreifimiða þar sem varað er við því að handleika klasasprengjur eða sprengjur annarrar gerðar. Margar þeirra séu enn virkar. Sjálfboðaliðar merkja sprengjur í bænum al-Bayyadah, átján kílómetrum suður af Týrus. Þá getur fólk forðast þær þar til sprengjusérfræðingar koma á vettvang og skera úr um hvort réttast sé að fjarlægja þær eða sprengja á staðnum. Elias Kayal, sérfærðingur hjá hjálparsamtökum í Suður-Líbanon, segir sprengjur á borð við klasasprengjur, helstu ógn við lífi og limum þorpsbúa. Hann segir um það bil tuttugu og fjögur slys hafa orðið í síðustu viku. Börn hafi látist. Fólk hafi reynt að henda sprengjum úr görðum sínum og húsum með hörmulegum afleiðingum. Mörg slys hafi orðið og eigi eftir að verða. Börn sem finna virkar sprengju taka þær oft fyrir leikföng með hörmulegum afleiðingum. Hassan Tehini, sem er tíu ára, og Seknah Merhi, sem er tólf ára, særðust þegar klasasprengja sprakk um leið og önnur stúlka var að leika sér með hana. Erlent Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Íbúar í Suður-Líbanon streyma enn til síns heima í von um að þar sé eitthvað heillegt að finna. Margir koma þó aðeins að rústum einum. Í þorpinu Saddiqine, um tuttugu kílómetra suðaustur af Týrus, má sjá íbúa leita eigna sinna í rúsum húsa sinna. Þeir sem finna eitthvað heillegt eiga oft fullt í fangi með að losa brak ofan af því. Á meðan reyna aðrir að hreinsa til á götum þorpsins. Hjálparsamtök í Suður-Líbanon láta fólk fá dreifimiða þar sem varað er við því að handleika klasasprengjur eða sprengjur annarrar gerðar. Margar þeirra séu enn virkar. Sjálfboðaliðar merkja sprengjur í bænum al-Bayyadah, átján kílómetrum suður af Týrus. Þá getur fólk forðast þær þar til sprengjusérfræðingar koma á vettvang og skera úr um hvort réttast sé að fjarlægja þær eða sprengja á staðnum. Elias Kayal, sérfærðingur hjá hjálparsamtökum í Suður-Líbanon, segir sprengjur á borð við klasasprengjur, helstu ógn við lífi og limum þorpsbúa. Hann segir um það bil tuttugu og fjögur slys hafa orðið í síðustu viku. Börn hafi látist. Fólk hafi reynt að henda sprengjum úr görðum sínum og húsum með hörmulegum afleiðingum. Mörg slys hafi orðið og eigi eftir að verða. Börn sem finna virkar sprengju taka þær oft fyrir leikföng með hörmulegum afleiðingum. Hassan Tehini, sem er tíu ára, og Seknah Merhi, sem er tólf ára, særðust þegar klasasprengja sprakk um leið og önnur stúlka var að leika sér með hana.
Erlent Fréttir Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira