Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor.
Jakob hefur verið bæjarfulltrúi á Akureyri í 16 ár og var bæjarstjóri 1994-1998. Jakob sagði í samtali við NFS að nú væri einfaldlega komið nóg en gat þess að þetta væri að sumu leyti erfið ákvörðun. Framsókn er nú með þrjá menn í meirihluta bæjarstjórnar ásamt sjálfstæðismönnum.