Ísraelar grunaðir um græsku 26. júlí 2006 19:00 Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður. Erlent Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira