Perúar dæmdir fyrir að smygla ullarpeysum 14. desember 2006 10:38 Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó. Dómsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Stórt uppboð verður haldið innan skamms hjá Sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem boðnar verða upp um eitt þúsund ullarpeysur, prjónahattar, borðdúkar og fleira. Um er að ræða varning sem gerður var upptækur þegar tveir perúskir ríkisborgarar voru í gær dæmdir fyrir að koma ólölega með varninginn til landsins. Mennirnir eru búsettir í Danmörku og komu hingað til lands með Norrænu í september. Við komuna til Seyðisfjarðar óku þeir bíl sínum í gegnum tollhlið sem ætlað er fyrir þá sem hafa engan tollskyldan varning. Þegar tollverðir fóru að skoða bílinn kom í ljós að þar var að finna ýmsan varning sem mennirnir hefðu átt að framvísa við komuna. En í bílnum fundust um þrettán hundruð geisladiskar, tæplega eitt þúsund ullarpeysur, um eitt hundrað prjónahattar svo og treflar, húfur, ullarvettlingar og fjórir borðdúkar. Mennirnir neituðu því að hafa ætlað sér að selja þessa hluti hér á landi. Þeir hefðu komið hingað til lands til að ferðast í tvær til þrjár vikur og haft hlutina með sér þar sem þeir hefðu ekkert annað geymslupláss en sendibíl sinn. Jafnframt lýstu þeir yfir að vanþekking þeirra á tollahliðum hefði gert það að verkum að þeir völdu rangt hlið. Framburður mannanna þótti ótrúverðugur og dæmdi Héraðsdómur Austurlands þá í gær til að greiða sektir. Sá sem ók bílnum þarf að greiða 165 þúsund krónur en hinn 24 þúsund krónur í sekt. Varningurinn var jafnframt gerður upptækur. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði mun bjóða varninginn upp. Ekki er þó ljóst hvenær uppboðið verður haldið en sýslumaðurinn vonar að það verði fljótlega hægt þar sem varningurinn tekur mikið pláss. Eftir nokkru verður að slægjast fyrir þá sem mæta á uppboðið því varningurinn þykir sérstakur en þar er meðal annars að finna mörg skrautleg panjó.
Dómsmál Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira