Fótbolti

Öruggur um að komast alla leið

Roberto Carlos í einvígi við Dieter Harmann í úrslitaleik HM 2002
Roberto Carlos í einvígi við Dieter Harmann í úrslitaleik HM 2002 MYND/AFP

Leikmaður Brasilíu Roberto Carlos segir að Brasilía hafi alltaf komist í úrslitaleikinn á HM, er hann hefur spilað með liðinu. Leikmaðurinn sem oft er mjög sjálfsöruggur sagði einnig að Brasilía myndi hræða Króata er Brassar hefja titilvörn sína á HM.

"Mesta vandamál okkar erum við sjálfir, ef að við höldum að þetta verði auðvelt að vinna þetta mót, þá getum við átt í vanda en ef við tökum þetta alvarlega þá verða ekki mörg vandamálin á leið okkar að titlinum. Við tökum þetta ávallt alvarlega, og byrjum ekki að hugsa um það að við séum besta lið heims.

Síðastliðinn tólf ár hef ég alltaf komist í úrslitaleikinn, og það er mikilvægt að halda hugarfarinu réttu og hafa viljann til þess að fara alla leið.

Í öllum þeim keppnum sem að ég hef tekið þátt í með Brasilíu, þá hefur okkur gengið vel og við höfum unnið flesta titla sem í boði hafa verið á þessum mótum, og aldrei endað neðar en í þriðja sæti, sem að er mjög mikilvægt" sagði Carlos.

Roberto Carlos sem að þekktur er fyrir sín þrumu skot með vinstri fæti, spilaði sinn fyrsta landsleik með Brasilíu í vináttuleik á móti Bandaríkjamönnum árið 1992.

Síðan þá hefur hann tekið þátt í Copa America 1995, er Brasilía tapaði í vítaspyrnukeppni fyrir Uruguay og síðan árin 1997, og 1999, er Brasilíumenn unnu. Eftir að hafa misst af HM, 1994, vegna þess að Branco var tekinn fram yfir hann, þá spilaði hann á HM, 1998, og 2002.

Brasilíumenn taka á móti Króötum í Berlín þann 13. júní, aðspurður hvort að Króatar myndu valda Brasilíu vandræðum sagði Carlos "ég held ekki, ef að við tökum þetta alvarlega og leikum okkar bolta þá verða þeir hræddir,".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×