Fótbolti

Stefnir á að koma Englandi á óvart

Roque Santa Cruz fagnar marki sínu í leik Paragvæ og Argentínu í september 2005.
Roque Santa Cruz fagnar marki sínu í leik Paragvæ og Argentínu í september 2005. MYND/AP

Santa Cruz, framherji Bayern Munchen ætlar ásamt liði sínu að koma Englendingum verulega á óvart með því að sigra þá í opnunarleik þjóðanna á HM.

Enska liðið sem er talið eitt af sigurstranglegri liðunum á HM er ekki ósigrandi að mati Santa Cruz og hann telur að Paragvæ geti sýnt fram á það þegar liðin mætast á laugardag.

Santa Cruz telur að ef að Paragvæ geti komið í veg fyrir að England fái mörg horn og aukaspyrnur í grennd við markið þá séu þeir búnir að loka á hætturnar í sóknarleik Englendinga. Hann segir því að Englendingar megi ekki fá neinn tíma á boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×