Fótbolti

HM leikir dagsins

Riðlakeppninni á HM í Þýskalandi líkur í dag. Þetta eru leikir í G og H riðli, Úkraína og Túnis mætast kl. 14:00 sem og Sádí Arabía og Spánn. Frakkland mætir Tógó kl. 19:00 og á sama tíma leika Sviss og Suður Kórea. Mikið mæðir á Frökkum sem þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að komast í 16 liða úrslit.

Kl. 14:00 Úkraína - Túnis á Sýn. Nú ræðst hvort Úkraínumenn komast áfram í 16-liða úrslit eins og þeir hafa stefnt að. Úkraínumenn hafa verið vægast sagt sveiflukenndir í fyrstu tveimur leikjunum og því má búast við öllu í þessum leik.

Kl. 14:00 Sádí Arabía - Spánn á Sýn extra. Spánverjar hafa sýnt sparihliðarnar í keppninni og eru öruggir áfram. Sádar eiga fræðilega möguleika á því að komast áfram en leikur þeirra var ekki burðugur í síðasta leik. Þessi leikur gæti orðið veisla fyrir Spánverja.

Kl. 19:00 Tógó - Frakkland á Sýn. Frakkar eru í vondum málum í riðli sem talið var að þeir ynnu léttilega. Þeir þurfa að vinna Tógó til þess að komast áfram og Zidane er í banni.

Kl. 19:00 Sviss - Kórea á Sýn extra. Hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit. Þau gætu reyndar komist bæði áfram ef Frakkar falla á prófinu gegn Tógó. Hér verður barist fram til síðustu sekúndu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×