Þrír ungir menn stálu rússneska fánanum úr garði rússneska sendiráðsins við Garðastræti 33 í Reykjavík í fyrrinótt. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu um þjófnaðinn um níu leytið í gær og hóf strax að rannsaka málið.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík náðust skýrar andlitsmyndir af þremur mönnum á eftirlitsmyndavélar við sendiráðið og hafa starfsmenn sendiráðsins þegar afhent lögreglu myndefnið.
Lögreglan biður mennina þrjá að gefa sig fram hið fyrsta.