Fótbolti

Nistelrooy verður seldur eftir HM

Manchester United vill fá sitt fyrir Nistelrooy
Manchester United vill fá sitt fyrir Nistelrooy MYND/Reuters

Manchester United vill fá 15 milljónir punda fyrir hollenska framherjann Ruud van Nistelrooy. Nær öruggt er talið að Ruud yfirgefi United eftir harðvítugar deilur við Sir Alex Ferguson í lok leiktíðarinnar en forsvarsmenn félagsins vilja ekki láta hann fara fyrir ekki neitt.

Líklegur verðmiði á kappann er 15 milljónir punda en það verð er fundið út eftir kaupverðinu sem Chelsea greiddi fyrir Shevchenko í síðustu viku. Hluti þess er 30 milljóna punda kaup Chelsea á Andriy Shevchenko.

Sá er talinn meðal bestu framherja heims en 150 úrvalsdeildarmörk segja sitt og þó Ruud verðir þrítugur eftir tæpan mánuð nær Shevchenko þeim árangri í september. Forráðamenn Man.Utd. vilja því meina að ef Shevchenko sé 30 milljóna virði hlýtur Ruud að vera minnst 15 milljóna virði.

Þá greiddi Everton 8,5 milljónir fyrir Andy Johnson frá Crystal Palace sem skoraði 21 mark í úrvalsdeildinni leiktíðina 2004-5. Fjögur ár af fimm í úrvalsdeildinni hefur van Nistelrooy skorað 20 mörk eða fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×